Úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni

Pangea stærðfræðikeppni er fyrir alla nemendur 8. og 9. bekkja grunnskóla landsins.

Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

Úrslit keppninnar fóru fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð s.l. laugardag.

Tveir keppendur frá Grunnskólanum á Ísafirði tóku þar þátt en það voru þeir Jökull Örn Þorvarðarson úr 8.bekk og Hálfdán Ingólfur Hálfdánsson úr 9.bekk.

Þeir gerðu sér lítið fyrir og voru á meðal þeirra 87 bestu í úrslitunum af rúmlega 4900 þátttakendum. Aldeilis frábær árangur hjá þeim.

DEILA