Vilborg Ása Bjarnadóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri við Grunnskólann á Suðureyri. Vilborg hefur starfað sem skólastjóri við skólann á yfirstandandi skólaári þar sem hún leysti Hrönn Garðarsdóttur fyrrum skólastjóra af.
Vilborg Ása útskrifaðist af hárgreiðslubraut við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 1990 og svo með meistararéttindi í háriðn við Iðnskólann í Reykjavík 1994. Hún lauk B.Ed. gráðu frá Háskólanum á Akureyri 2008 og öðlaðist í kjölfarið leyfisbréf til kennslu. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í sérkennslufræði við Háskóla Íslands 2016.
Vilborg Ása hefur yfirgripsmikla kennslureynslu og er öllum hnútum kunnug í Grunnskólanum á Suðureyri. Hún hefur starfað við kennslustörf hjá Ísafjarðarbæ frá aldamótum, fyrst sem leiðbeinandi við leikskólann Tjarnarbæ 1997-1998 og 2001, svo sem leiðbeinandi/umsjónarkennari árin 2001-2008 í Grunnskólanum á Suðureyri og sem grunnskólakennari/umsjónarkennari frá 2008-2023. Þá vann hún sem sérkennari á tímabilinu 2012-2023 og á hluta þess tíma sinnti hún einnig hlutverki staðgengils skólastjóra