Sauðfjársetrið: 500 manns á tveimur skemmtiferðaskipum

Skipin undan Kirkjubóli.

Í gær komu tvö skemmtiferðaskip í Steingrímsfjörð í Strandasýslu með um 500 ferðamenn. Það voru norsku skipin Fram og Nansen og sigldu þau að Kirkjubóli og settu farþega í land. Fengu þeir að sögn Jóns Jónssonar þjóðfræðings kaffi og kökur í Sævangi, leiðsögn um safnið , fjörugöngu, fuglaskoðun og gönguferð um Kirkjuból og nágrenni auk þess sem dóttir Jóns, Dagrún Ósk fór um borð í Fram og flutti þar fróðleik um héraðið. Fram fór svo til Hólmavíkur.

Að sögn munu fleiri skip koma í sumar og heimsækja Sauðfjársetrið.

Sævangur í Tungusveit.

Ferðamenn af skemmtifeðaskipi fluttir á land.

Myndir: Jón Jónsson.

DEILA