Glíman við hamingjuna og söguna í Bókasafninu á Ísafirði

Föstudaginn 10. maí kl. 17 kemur rithöfundinn og blaðamanninn Sigríði Hagalín Björnsdóttur í heimsókn og fjallar um bókina Hamingja þessa heims – sögulega skáldsögu sem gerist að miklu leyti á fimmtándu öld.

Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna.

Höfundurinn ræðir m.a. muninn á skáldskap og sagnfræði, glímuna við heimildirnar og leitina að Ólöfu ríku Loftsdóttur, ríkustu og voldugustu konu Íslandssögunnar.


Sigríður Hagalín Björnsdóttir er rithöfundur og blaðamaður, fædd 1974.

Hún hefur gefið út fimm skáldsögur, sem hafa verið þýddar á meira en 10 tungumál. Þær eru Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018), Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir (2020), Hamingja þessa heims – riddarasaga (2022) og DEUS (2023).

Sigríður hefur starfað með hléum sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu frá árinu 1999, og stýrir nú umræðuþættinum Silfrinu. Hún er menntaður sagnfræðingur og blaðamaður, hefur búið á Spáni, í Bandaríkjunum og Danmörku, en býr nú í Reykjavík.

DEILA