Þingeyrarkirkja: guðsþjónusta og vísitasía biskups

A morgun uppstigningardag verður guðsþjónusta í Þingeyrarkirkju kl 11 þar sem biskup Íslands Agnes M Sigurðardóttir prédikar. Sr Hildur Inga Rúnarsdóttir Sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli þjónar fyrir altari.  Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í kirkjunni og það er boðið upp á ókeypis sætaferðir frá Ísafirði öldrunarfulltrúi Ísafjarðarbæjar tekur við skráningu í rútuna í  síma 4508000 og á netfangið svanlaugm@isafjordur.is

I vetur var líka stofnaður kór eldri borgara í Ísafjarðarbæ og þau munu leiða sönginn í athöfninni undir stjórn Jónsgunnars Biering Margeirssonar. Mér vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem þessi kór kemur opinberlega fram. 

Eftir messu verður kirkjugestum boðið í kaffihlaðborð sem kvenfélagið Von á Þingeyri sér um. 

Kaffihlaðborðið og rútan eru í boði héraðssjóðs Vestfjarðaprófastsdæmis.

DEILA