Nýsköpunarfyrirtækið Alda öryggi býður nú íslenskum smábátasjómönnum sérhannað öryggisstjórnunarkerfi fyrir smábáta endurgjaldslaust. Um er að ræða lausn sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála hjá smábátasjómönnum á stafrænan máta.
Smáforritið nefnist Aggan og hefur þróun hennar verið í náinni samvinnu við Siglingaráð, Landssamband smábátaeiganda og Samgöngustofu í tæpt ár. Smábátasjómenn geta nálgast forritið á heimasíðu Öggunar.
Alls 403 bátar nýttu þennan fyrsta dag sen strandveiðar eru heimilar og var samanlagður afli á hafnarvog 337 tonn þar af 313 tonn þorskur.