Lið Menntaskólans á Ísafirði komst í úrslit í keppni ungra frumkvöðla.
Stór hluti þeirra tók þátt í vörumessu í Smáralind í byrjun apríl og í síðustu viku kom í ljós að eitt fyrirtæki úr MÍ er komið áfram í úrslit keppninnar.
Fyrirtækið heitir Áróra og það eru þau Agnes Eva Hjartardóttir, Abdulrahman Al Bdiwi og Rögnvaldur Már Magnússon sem standa á bak við það.
Verkefnið þeirra snýr að því að selja armbönd og lyklakippur til styrktar heimilislausu fólki á Íslandi og fer allur ágóði af sölunni í að betrumbæta aðstæður þeirra.
Nemendurnir hafa nú þegar mætt í viðtöl við dómara keppninnar og fóru suður til Reykjavíkur til að kynna fyrirtækið sitt í Arion banka og taka þátt í uppskeruhátíð