Síðasta úthlutun úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda

Átján verkefni hlutu styrki úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda í ár á sérstakri úthlutunarhátíð sem haldin var á Café Riis á Hólmavík þann 18. apríl sl.

Styrkirnir námu samtals kr. 23.500.000 og voru verkefnin sem hlutu brautargengi fjölbreytt og snerta ýmsa þætti samfélagsins.  

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist, alls 33 og heildarfjárhæð styrkumsókna tæpar 90 milljónir króna. Byggðastofnun veitti sjö milljón króna viðbótarframlag í sjóðinn í ár í þeim tilgangi að bæta íbúum Strandabyggðar upp hversu lág úthlutunin var fyrstu tvö árin ef horft er til fjölda íbúa. 

Verkefnið Sterkar Strandir er nú í lokaáfanga í Brothættum byggðum en Byggðastofnun mun draga sig í hlé úr verkefninu um næstu áramót eftir að hafa framlengt það um eitt ár, út árið 2024. Hér er því um að ræða síðustu úthlutun úr sjóðnum. 

DEILA