Tveir meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa fengið styrk til að rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi í sumar og haust.
Þetta eru þau Benedek Regoczi and Laura Lyall og er styrkurinn sem er veittur af Rannís, nýsköpunarsjóði námsmanna að upphæð kr 2.040.000.
Verkefnið verður unnið í samvinnu við Borea, Sjóferðir, Húsavík, Vestmannaeyjar og Whale Wise.
Í lýsingu á verkefninu kemur fram að Ísafjarðardjúp er mikilvægt fæðusvæði fyrir hnúfubaka en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvalina og kanna á útbreiðslu hvalanna í Ísafjarðardjúpi til að stuðla að upplýstum og ábyrgum starfsháttum á svæðinu.