Reykhólahreppur – 52 milljónir til að bæta aðgengi að Kúalaug

Kúalaugin er þar sem hringurinn er á miðri mynd

Menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, hef­ur út­hlutað 538,7 millj­ón­um króna úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða.

Þriðji hæsti styrk­ur­inn, rúm­ar 52 millj­ón­ir króna, fer í upp­bygg­ingu án­ing­arstaðar með aðgengi fyr­ir alla við Kúa­laug á Reyk­hólum.

Verkefni fellst í byggingu bílastæðis með aðgengi fyrir alla ásamt áningastað með borðum og bekkjum, gerð göngustíga að Kúalaug og í kringum hana, bæði úr möl og timbri.

Timburstígur mun liggja þvert yfir laugina, þar verður bryggja þar sem hægt verður að setjast niður og dýfa fótum ofan í grunnt ker í lauginni.

Kúalaug er nefnd svo vegna þess að þangað var sótt vatn til að brynna kúm á Reykhólum. Það þótti ágætt að gefa þeim volgt vatn, einnig var erfiðara að ná í kalt vatn. Þarna var hlaðin sundlaug úr torfi og var þar fyrsti vísir að sundkennslu á Reykhólum.

DEILA