Kosið til sveit­ar­stjórnar í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar á laugardag

Sauðlauksdalur séð til suðurs, partur af Patreksfjarðarflugvöllur i forgrunni, Vesturbyggð áður Rauðasandshreppur. / Saudlauksdalur viewing south, part of Patreksfjordur airport in foreground. Vesturbyggd former Raudasandshreppur.

Kosið verður til sveit­ar­stjórnar og heima­stjórna í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar laug­ar­daginn 4. maí 2024 sem hér segir:

 

  • Patreks­fjörður – Kosið í Félags­heimili Patreks­fjarðar (FHP) Kjör­deildin opnar kl. 10:00.
  • Bíldu­dalur – Kosið í félags­heim­ilinu Bald­urs­haga Kjör­deildin opnar kl. 12:00.
  • Kross­holt – Kosið í Birki­mels­skóla á Barða­strönd. Kjör­deildin opnar kl. 12:00.
  • Tálknafjörður – Kosið í Tálknafjarðarskóla. Kjördeildin opnar kl. 10:00.

Íbúar fyrrum Rauðasands­hrepps eru skráðir í kjör­deild­inni á Patreks­firði.

Talning atkvæða úr sveitarstjórnarkosningunum fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 4. maí og opnar talningarstaður kl. 21:00. Einnig verða atkvæði í heimastjórnarkosningunum talin á sama stað á sama tíma. Hægt er að fylgjast með talningunni á staðnum og verða úrslit í öllum kosningunum kynnt að talningu lokinni. Jafnframt verða úrslit kynnt á heimasíðu sveitarfélaganna.

Vakin er athygli á að kosning til heimastjórna á öllum stöðunum er hafin og fer fram á skrifstofutíma Ráðhúss Vesturbyggðar til og með föstudags 3. maí. Kosning til heimastjórna á hverjum stað fer fram samhliða sveitarstjórnarkosningunum á kjördag 4. maí í hverri kjördeild.

Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í ráðhúsi Vesturbyggðar á meðan á kosningu stendur.

DEILA