Kosið verður til sveitarstjórnar og heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar laugardaginn 4. maí 2024 sem hér segir:
- Patreksfjörður – Kosið í Félagsheimili Patreksfjarðar (FHP) Kjördeildin opnar kl. 10:00.
- Bíldudalur – Kosið í félagsheimilinu Baldurshaga Kjördeildin opnar kl. 12:00.
- Krossholt – Kosið í Birkimelsskóla á Barðaströnd. Kjördeildin opnar kl. 12:00.
- Tálknafjörður – Kosið í Tálknafjarðarskóla. Kjördeildin opnar kl. 10:00.
Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.
Talning atkvæða úr sveitarstjórnarkosningunum fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 4. maí og opnar talningarstaður kl. 21:00. Einnig verða atkvæði í heimastjórnarkosningunum talin á sama stað á sama tíma. Hægt er að fylgjast með talningunni á staðnum og verða úrslit í öllum kosningunum kynnt að talningu lokinni. Jafnframt verða úrslit kynnt á heimasíðu sveitarfélaganna.
Vakin er athygli á að kosning til heimastjórna á öllum stöðunum er hafin og fer fram á skrifstofutíma Ráðhúss Vesturbyggðar til og með föstudags 3. maí. Kosning til heimastjórna á hverjum stað fer fram samhliða sveitarstjórnarkosningunum á kjördag 4. maí í hverri kjördeild.
Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í ráðhúsi Vesturbyggðar á meðan á kosningu stendur.