Morgunblaðið og mbl.is standa fyrir opnum umræðufundi í kvöld í Edinborgarhúsinu með Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda. Er fundurinn liður í landsbyggðatúr Morgunblaðsins með forsetaframbjóðendum sem hafa fengið meira en 10% í fylgiskönnunum. Fundurinn í kvöld er sá fyrsti í þeirri fundaröð.
Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson munu ræða við Jón um framboð hans til embættis forseta Íslands. Auk þess munu sérstakir álitsgjafar spá í spilin, sem verða þau Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson. Einnig gefst gestum úr sal tækifæri á að beina spurningum til frambjóðandans.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Þrír aðrir fundir verða skv. eftirfarandi:
Félagsheimilið Valaskjálf á Egilsstöðum 6. maí kl. 19.30 – Halla Hrund Logadóttir
Hótel Selfoss á Selfossi 14. maí kl. 19.30 – Baldur Þórhallsson
Græni hatturinn á Akureyri 20. maí kl. 19.30 – Katrín Jakobsdóttir