Karlalið Vestra lék í gær við annars deildar lið Hauka í Hafnarfirði í birkarkeppni KSÍ í knattspyrnu. leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir strax í byrju leik, en Haukar svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Toby King jafnaði fyrir Vestra og var jafnt í leikhlé. Í síðari hálfleik náði Vestri yfirhöndinni. Friðrik Þórir Hjaltason skoraði á 51. mínútu og Ívar Breki Helgason gerði það fjórða á 76. og Vestri fór með sigur af hólmi 4:2.
Dregið verður milli liðanna í dag og verður þá ljóst hvaða liði Vestri mætir næst.