Neytendasamtökin með fund á Ísafirði

Neytendasamtökin standa fyrir fundum um landið og efna til samtals um  neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu.

Umræðuefnin eru fjölmörg: heildarstefnumótun í neytendamálum, samkeppnismál, flutningskostnaður, raforkuöryggi og -verð, dýrtíðin og svo mætti lengi telja. Auk opinna funda með neytendum verður fundað með á annan tug sveitarstjórna víðs vegar um landið undir yfirskriftinni tölum um neytendamál.

Haldinn verður fundur á Dokkunni á Ísafirði í næstu viku, fimmtudaginn 2. maí og hefst hann kl 20.

Þar mæta Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og tveir stjórnarmenn samtakanna, þeir Guðmundur Gunnarsson og Þórarinn Stefánsson. 

DEILA