Breytingar á örorkulífeyriskerfinu

 Félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu undir yfirskriftinni „Öll með“. Markmið breytinganna er að einfalda örorkulífeyriskerfið, draga úr tekjutengingum og gera kerfið réttlátara. 

Fyrirhugaðar breytingar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.

Reiknivél hefur verið opnuð vegna fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu.

Þar getur fólk borið saman hvað það fær í örorkulífeyri í núverandi greiðslukerfi og hvað það myndi fá í nýju greiðslukerfi.

DEILA