Kosið í nýja stjórn Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði

Menntaskólinn á Ísafirði.

Fimmtudaginn 11. apríl var haldinn aðalfundur Nemendafélags MÍ.

Að loknum aðalfundi fluttu frambjóðendur til nýrrar stjórnar framboðsræður og í kjölfarið hófust kosningar í embætti.

Kosningunum lauk kl. 11 daginn eftir og í hádeginu voru niðurstöður þeirra kynntar með viðhöfn í gryfjunni.

Nýja stjórn NMÍ skipa:

Unnur Guðfinna Daníelsdóttir – Formaður
Jón Gunnar Shiransson – Gjaldkeri 
Laufey Dís Þórarinsdóttir – Ritari
Sæunn Lív Christophsdóttir – Menningarviti
Guðríður Vala Atladóttir – Málfinnur
Agnes Eva Hjartardóttir – Formaður leikfélags
Frosti Gunnarsson – Formaður vídeóráðs
Sverri Bjarki Svavarsson – Fulltrúi verknámsnema

DEILA