Um páskana samdi knattspyrnudeild Vestra við leikmenn í meistaraflokki kvenna. Voru þetta fyrstu leikmenn sem samið er við í nýstofnuðu liði Vestra í meistaraflokki kvenna.
Stelpurnar sem samið var við eru allar úr 2005 árgangnum og hafa þær æft saman fótbolta frá því í 6.flokki Vestra og gengið í gegnum súrt og sætt saman. Stelpurnar verða burðarásar í liðinu í sumar ásamt fleiri leikmönnum og var því vel við hæfi að byrja á að semja við þessar stelpur.
Leikmennirnir eru Solveig Amalía Atladóttir, Agnes Þóra Snorradóttir, Katrín Bára Albertsdóttir og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir.
Meistaraflokkur kvenna leikur í sumar í fyrsta skiptið síðan 2013 og hefur liðið æft af krafti í vetur og er komin mikil spenna í hópinn að taka þátt í Íslandsmóti í sumar.