Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur birt til kynningar, vinnslutillögu á deiliskipulagi Suðurtanga sem unnin er af Verkís ehf.
Markmiðið með endurskoðun deiliskipulaganna er að fjölga atvinnulóðum, meðal annars í sjávartengdri starfsemi, og samþætta fjölbreytta nýtingu á skipulagssvæðinu.
Við útfærslu skipulagsins hefur verið lögð áhersla á öryggi vegfarenda, gæði byggðar, ásýnd svæðisins, varðveislu menningarminja og viðbrögð og varnir við sjávarflóðum.
Séstaklega er hugað að gönguleiðum farþega skemmtiferðaskipa og samspili þeirra við starfsemi á Suðurtanga og Eyrinni. Sjálfbær þróun var höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku og útfærslu í skipulaginu. Samráð var haft við hagsmunaaðila á svæðinu við skipulagsgerðina.
Opið hús verður haldið á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins að Hafnarstræti 1 á Ísafirði, föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 10:00 til 12:00 til kynningar á tillögunum.
Afmörkun deiliskipulagssvæðis (Mynd frá Loftmyndum ehf., tekin
2023