Á heimasíðu Vestra kemur fram að Danimir leggi niður störf sem aðalþjálfari meistaraflokks Vestra í knattspyrnu. Árangur liðsins í sumar er undir væntingum og varð að samkomulagi að Danimir hætti.
Knattspyrnudeild Vestra þakkar Danimir fyrir sín störf, en Danimir hefur frá fyrsta degi lagt mikla vinnu í starf sitt.
Eftir sem áður verður Daniel Badu þjálfari liðsins, honum til halds og traust verða svo þeir Jón Hálfdán Pétursson og Pétur Georg Markan.
bryndis@bb.is