Vestfjarðarvegur opinn – lokað núna

Enn er veður með verra móti á Vestfjörum, hvasst og skafrenningur á heiðum. Þó er spáð að veðrið gangi niður þegar líður á daginn og verði orðið gott á morgun.

Vegagerðin er að moka vegi og er Vestfjarðavegur opinn að sunnan til Patreksfjarðar og eins er Dynjandisheiði opin. Þar eru tæki að störfum og verða til kl 17 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er skafrenningur á heiðinni og éljagangur. Mikil umferð bíla er um heiðina. Klettháls er opinn en þar er sömuleiðis skafrenningur en moksturstæki er þar að störfum.

Frá Ísafirði er opið inn Djúp og yfir Steingrímsfjarðarheiði og þaðan um Innstrandarveg og yfir Holtavörðuheiði til Reykjavík. Sú leið er líklega um 100 km lengri en vesturleiðin um Dynjandisheiði. Lokað er yfir Þröskulda og er beðið átekta með mokstur.

uppfært kl 15:00. Vegagerðin hefur hætt mokstri á Dynjandisheiði og er hún nú lokuð  og verður ekki opnuð í dag. Þröskuldar verða ekki opnaðir í dag.

DEILA