Halla Tómasdóttir með fundi á Vestfjörðum

Halla Tómasdóttir.

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir verður á Vestfjörðum næstu daga með kynningarfundi. Hún verður með kaffispjall í Félagsheimilinu á Patreksfirði á skírdag, á fimmtudaginn kl 15. Á föstdagin langa verður Halla í Verbúðinni í Bolungavík milli kl 12 og 13 og seinna sama dag í salnum í Hömrum á Ísafirði og hefst fundurinn kl 16:30.

Sigurður Pétursson frá Suðureyri og einn stofnanda Arctic Fish og lengi einn af eigendum fyrirtækisins er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Hann segir Höllu leggja áherslu á jafnréttismál og umhverfismál og fjalli um virkjanamál og græna orku. Hann segist sjá hana fyrir sér sem góðan fulltrúa þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi.

Sigurður og Halla eru systkinabörn og rekja ættir sína til Meiri Bakka í Skálavík.

Á slóðum forfeðranna og formæðranna á Meiri Bakka í Skálavík.

DEILA