Húsnæðisbætur námu 8,5 milljörðum króna í fyrra

Húsnæðis og mannvirkjastofnun greiddi út 8,464 milljarða króna í húsnæðisbætur til 21.833 heimila vegna réttinda sem áunnust á síðasta ári.

Heildarfjöldi íbúa í heimilum sem þáðu húsnæðisbætur var 38.247. 

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða tekju- og eignaminni einstaklinga og fjölskyldur sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.

HMS fer með framkvæmd húsnæðisbóta skv. lögum og teymi húsnæðisbóta á Sauðárkróki sér um afgreiðslu, útreikning og greiðslur húsnæðisbóta, ásamt annarri umsýslu sem verkefninu fylgir. 

Árið 2023 fór fram lokauppgjör ársins 2022 á greiðslu húsnæðisbóta. Inneignir voru 141 milljónir króna, en skuldir 319 milljónir króna.  

Alls var heildarupphæð réttinda húsnæðisbóta árið 2023 8,464 milljarðar króna vegna réttinda á árinu. HMS greiddi hins vegar út 8,541 milljarða króna á árinu, þar sem stofnunin hafði til hliðsjónar lokauppgjör húsnæðisbóta fyrir árið á undan og skuldajöfnun bóta. 

DEILA