Galdrafár leggur þorpið undir sig með samblöndu af galdra- og víkingahátíð. Að baki hátíðarinnar stendur listamannahópur sem sérhæfir sig í fornnorrænni þekkingu og deilir með okkur skemmtun og fræðslu á því sviði.
Víkingafélagið Rimmugýgur setur upp víkingaþorp á galdratúninu þar sem hægt verður að fylgjast með handverksvinnustofum og húðflúrun, kíkja á sölubása og jafnvel taka þátt í þrautum, bardögum og barnaskemmtun.
Fyrirlestrar verða haldnir um völur og seið, sögu flúra í fornri Evrópu, leðurvinnu á miðöldum, mikilvægi fornra þjóðdansa í nútímamenningu, myndun fóstbræðralaga í Íslendingasögum, íslenska jurtagaldra, huldufólk og margt fleira.
Galdrafárið heldur tónleika og þessi bönd spila:
– Kælan mikla
– Vévaki
– Umbra
– Taranau
– Svartþoka
– NYIÞ
– Wolfenmond
– Mondernte
– Krauka
Að sjálfsögðu verður tendrað í brennu og blótað að fornum sið með tilheyrandi söng og dans.
https://www.sorceryfestival.is/