Reykhólahöfn: samið við Geirnaglann ehf

Mynd af höfinni frá 2013.

Reykhólahreppur hefur ákveðið að taka tilboði Geirnaglans ehf í nýja þekju og lagnir á höfninni á Reykhólum. Tvö tilboð bárust og var tilboð Geirnaglans ehf lægra eða 96,3 m.kr. en þó 18,4% yfir áætluðum verktakakostnaði.

Verkinu á að vera lokið í lok nóvember næstkomandi og lýkur þar með endurbótum á höfninni í Karlsey sem munu kosta liðega 300 m.kr. þegar upp verður staðið.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahreppss agði í samtali við Bæjarins besta að mikil breyting verði frá því sem áður var. Höfnin verði stærri og aðstaða mun betri. Hún hefur verið endurgerð auk þess sem horft hefur verið til framtíðar með lagnakerfi að annan aðbúnað. Sérstaklega er litið til möguleika á orkuskiptum.

Ríkissjóður greiðir 90% kostnaðar og sveitarfélagið 10%.

Sumarið 2022 urðu verulegar skemmdir á höfninni þegar þáverandi bryggja hrundi í sjóinn. Var í framhaldinu hafist handa við endurbæturnar.

Mynd: aðsend.

DEILA