Biskupskjör – Kynningarfundur á Ísafirði

Niðurstöða tilnefninga til kjörs biskups liggja fyrir. 160 djáknar og prestar tilnefndu og mátti tilnefna einn til þrjá úr hópi vígðra og guðfræðinga.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogssókn í Reykjavík fékk 65 tilnefningar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi fékk 60 atkvæði. Sr. Elínborg Sturludóttir prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík fékk 52 atkvæði.

Kosið verður á milli þessara þriggja í aprílmánuði.

Sérstakur kynningarfundur með þessum þremur prestum verður í Fræðslumiðstöð Vestfjarða mánudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00.

DEILA