Ísafjarðarbær: ákvæði gjaldtöku um meðhöndlun úrgangs óskýr og ruglingsleg

Lagt hefur verið fyrir bæjarráð tilllaga að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs, en breytingin felur í sér breytingu á gjalddtökuákvæði 16. gr. samþykktarinnar. Í minnisblaði sviðsstjóra stjórnsýslu- og
fjármálasviðs segir að gjaldskráin hafi verið birt í Stjórnartíðindum á síðasta ári og hafi verið sú fyrsta á landinu eftir umfangsmiklar breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Komið hafi hins vegar í ljós að ákvæði 16. gr. samþykktarinnar, um gjaldtöku, eru óskýr og ruglingsleg og jafnframt hamlandi ef breyta þarf gjaldskránni að einhverju leyti.
Færi því best á því að einfalda ákvæðið, hafa það almennara og skýrara, með hliðsjón af lögunum, og er jafnframt horft til 2. mgr. 7. gr. samþykktar Skagabyggðar í þeim efnum, segir í minnisblaðinu.

Í tillögunni eru þrjár málsgreinar 16. greinarinnar felldar brott, 2. til 4. mgr.og ný málsgrein kemur í stað þeirra svohljóðandi:

Bæjarráðið vísaði breytingunum til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

DEILA