36,6 milljarðar kr. í skattafslátt – aðeins 6% á landsbyggðinni

Líneik Anna Sævarsdóttir alþm.

Á árunum 2020 til 2022 fengu fyrirtæki 36,6 milljárða króna í skattaafslátt vegna rannsóknar- og þróunarverkefna og vegna erlendra sérfræðinga. Af þeirri fjárhæð rann 94% eða 34,4 milljarðar króna til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 6% til fyrirtækja utan þess.

Þetta kemur fram í skriflegu svari á Alþingi við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur (B) til fjármála- og efnahagsráðherra.

Veittar eru upplýsingar um um þróun skattafsláttar síðastliðin 10 ár, frá 2013 til og með 2022. Fyrsta árið nam afslátturinn 1.264 m.kr. en síðasta árið 2022 var hann 14.116 m.kr. og hafði þá ellefufaldast á tímabilinu. Síðustu þrjú árin, 2022 til 2022, var skattaafslátturinn samtals 33,6 milljarðar króna, frá 10,5 milljarðar króna 2020 til 14,1 milljarðar króna 2022.

Í svarinu er fjárhæð skattafsláttarins greind eftir landshlutum og kemur þá í ljós að 94% fjárhæðarinnar á árunum 2020 -2022 fer til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 6% til fyrirtækja utan þess.

Engin fjárhæð er færð á Vestfirði, Austurland og Suðurland á þessu tíu ára bili, en þó gætu einhver fyrirtæki hafa fengið skattaafslátt þar sem engin upphæð er tilgreind í þeim tilvikum þar sem fimm fyrirtæki eða færri fengu frádrátt í atvinnugrein eða landshluta á hverju ári. Þess í stað er viðkomandi reitur í töflum hér á eftir gráskyggður og samtala allra slíkra reita tilgreind neðst í töflunni.

Sem dæmi má nefna að árið 2022 eru 170 m.kr. færðar sem óflokkaðar og er samtala yfir fimm landssvæði, Austurland, Norðurland vestra, Suðurland, Vestfirði og Vesturland. Hvort eitther afsláttur hafi runnið til fyrirtækja á Vestfjörðum er ekki vitað.

DEILA