Act alone – sýning um Alzheimersjúkdóminn

Elfar Logi Hannessonog Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í byrjun árs við undirritun samnings um styrk við Act Alone.

Velferðanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt erindi Act alone um samstarf við velferðarnefnd varðandi sýninguna Ég get sem fjallar um Alzheimerssjúkdóminn eða hvergi sjúkdóminn. Sýningin er á laugardagskvöldinu 10. ágúst 2024.
Eftir sýninguna verða umræður um sjúkdóminn í hálftíma og óskar Act alone eftir fagaðilum til þess að vera viðstaddir þegar umræðurnar eiga sér stað eins að fulltrúi frá velferðarnefnd verði viðstaddur.

Velferðanefndin samþykkti að senda starfsmann félagsþjónustunnar og fulltrúa velferðarnefndar og að þeir taki þátt í umræðum að sýningu lokinni. Velferðarnefnd óskar eftir að málið verði sett á dagskrá hjá öldungarráði.

DEILA