Hnjótur: stærsti einstaki eigandinn gerir ekki kröfu um greiðslu fyrir vatn

Ingi Bogi Hrafnsson landeigandi að Hnjóti.

Greint hefur verið frá því á bb.is að Kristinn Þór Egilsson, landeigandi að Hnjóti í Örlygshöfn krefjist þess að sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur gangi til samninga við hann um nýtingu á vatnsréttindum á jörðinni fyrir byggðasafnið að Hnjóti, sem sveitarfélögin eiga.

Jafnframt er þess krafist að látið verði af nýtingu réttindanna í framtíðinni og virtur eignarréttur hans að eignarlandi umhverfis húsnæði Minjasafnsins. Verði ekki orðið við þessu er hótað aðgerðum svo sem lögbanns.

Tildrögin eru þau að um mitt ár 2013 stóð Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti fyrir borun eftir vatni að Hnjóti og segir í kröfubréfinu að það hafi verið að eigandanum forspurðum. Segir að borholan sé staðsett utan lóðarmarka safnsins.

Ingi Bogi Hrafnsson vill koma þeirri leiðréttingu á framfæri að Kristinn Þór sé ekki eini landeigandinn að Hnjóti. Vísar hann í lögbýlaskrá og þar komi fram eftirfarandi um eigendur:

Ingi Bogi segist ekki vita til þess að aðrir eigendur að Hnjóti en Kristinn Þór hafi staðið fyrir kröfugerðinni en hann sé skráður fyrir eign sirka 20% í heildar Hnjóts jörðinni. Ingi Bogi segist vera stærsti einstaki landeigandinn og hann standi ekki að kröfum Kristins Þórs á hendur byggðasafninu og sveitarfélögunum

„Ég var í sveit hjá Agli og Rögnu foreldrum Kristins að Hnjóti 1 og keypti Hnjót 2 af Guðnýju bróðurdóttur Kristins sem fékk þá jörð í arf úr dánarbúi Guðmundar Jóns Hákonarsonar kaupfélagsstjóra.“ segir Ingi Bogi og bætir við: „Ég vill safninu hans Egils allt hið besta og hef því lagt mig fram við að lenda málum að Hnjóti þar sem Kristinn hefur staðið í vegi fyrir framþróun um langa hríð.“

DEILA