Vesturbyggð: Þórdís hættir sem bæjarstjóri

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Þórdí Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð hefur verið ráðin sem bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá Sveitarfélaginu Árborg. Frá þessu er greint á vefsíðu Árborgar og þar kemur fram að hún hefur störf hjá Árborg í júní. 

Þórdís greindi frá því í gær að hún hefði tilkynnt samstarfsfólki sínu hjá Vesturbyggð í dag að hún muni ekki gefa kost á sér í starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar eftir kosningarnar í sumar.

Þórdís segist vilja vera nær börnum sínum sem nú búa bæði í góðu yfirlæti hjá föður sínum í Reykjavík. Hún segist hlakka til að geta verið meira með þeim og gefið þeim meiri tíma á meðan þau þurfa á henni að halda.

DEILA