Listeria í skinku

Matvælastofnun varar við neyslu á eftirfarandi framleiðslulotum af skinku af vissum vörumerkjum frá Stjörnugrís vegna grun um Listeria monocytogenes. Stjörnugrís hf. hefur ákveðið í samráði við MAST að innkalla alla skinku í varúðarskyni með best fyrir dagssetningu 18. mars 2024 og fyrir þann tíma. Þetta gerir Stjörnugrís hf. af öryggisástæðum þó svo að ekki hafi allar lotur framleiddar á tímabilinu verið greindar með Listeriu.

Þeir neytendur sem eiga vörur með best fyrir dagsetningum 18. mars 2024 og fyrir þann tíma eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslunum þar sem hún var keypt.

 Innköllunin á við um allar skinkur framleiddar hjá Stjörnugrís með Best fyrir dagsetningu 18. mars og fyrr.

DEILA