Skíðavikustjóri kallar eftir viðburðum

Framundan er skíðavikan á Ísafirði um páskana. Undirbúningur er þegar hafinn og Ragnar Heiðar Sigtryggsson er skíðavikustjóri. Hann sendi á dögunum út póst og auglýsti eftir viðburðum um skíðavikuna.

“Kæru stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar sem hafa hug á því að halda viðburði í skíðavikunni. Nú styttist í þessa yndislegu viku okkar og til að gera Skíðavikuna sem allra glæsilegasta leitum við til ykkar eins og áður með að fá upplýsingar um þá viðburði sem þið hafið hug á að halda. Viðburðadagatalið verður aðgengilegt á skidavikan.is og á paskar.is

Að sögn Ragnars er stórafmæli í ár og því verður skíðablaðið veglegt þetta árið. „Við viljum geta komið sem flestum viðburðum á dagatalið okkar í blaðinu og því köllum við eftir viðburðum sem fyrst.“

Upplýsingar er hægt að senda á netfangið skidavikan@isafjordur.is með nafni á viðburðinum, staðsetningu, stuttri lýsingu og ljósmynd, svo er dagsetning ekki af verri endanum.

DEILA