Pólska samfélagið: dagur fyrir börnin á laugardaginn

Pólska félagið á Vestfjörðum stóð á laugardaginn fyrir sérstökum degi fyrir börnin þar sem þau gátu leikið sér, föndrað og spilað og átt góða stund saman og fengu þau vöfflur og safa. Um fjörutíu börn voru samankomin ásamt fullorðnum í matsal Hraðfrystihússins Gunnvör í Hnífsdal.

Valur Andersen sagði í samtali við Bæjarins besta að börnin hafi verið á öllum aldri, bæði á leikskóla – og grunnskólaaldri. Hann segir að þeim sé boðið upp á kennslu í pólsku í Grunnskóla Ísafjarðar og lét hann vel af skólastarfinu fyrir tvítyngdu börnin.

Næsta er fyrirhugað að halda páskaföndur fyrir börnin og verður það 16. mars í Safnahúsinu á Ísafirði í bókasafninu þar.

Vöfflur og sulta.

Föndrað og leikið sér.

Myndir: Valur Andersen.

DEILA