Snerpa: tvær nýjar vefmyndavélar

Frá vefmyndavélinni í Óshólavita sest vel yfir Bolungavíkina.

Teknar hafa verið í notkun tvær nýjar vefmyndavélar á vegum Snerpu á Ísafirði og má finna þær

á vefmyndavélasíðu Snerpu.

Önnur er í Varmadal í Önundarfirði og hin á Óshólavita í Bolungarvík.

Varmidalur – Myndavélin er í boði Græðis og M11 arkitekta og sýnir Önundarfjörðinn í öllu sínu veldi.

https://www.snerpa.is/allt_hitt/vefmyndavelar/Onundarfjordur_-_Varmidalur/

Óshólaviti – Myndavélin sýnir frá Bolungarvík og snýr sér síðan inn Ísafjarðardjúpið.

https://www.snerpa.is/allt_hitt/vefmyndavelar/Osholaviti/

Alls eru nú 13 vefmyndavélar á vefmyndavélasíðu Snerpu og von er á þeirri fjórtándu á næstunni, en hún verður á mastri við Símstöðina á Flateyri. Vefmyndavélarnar eru samfélagsverkefni Snerpu og margra einstakra aðila sem hefur staðið í á þriðja áratug. Í flestum tilfellum eru einstaklingar eða fyrirtæki að leggja til myndavélar og aðstöðu á eigin kostnað á meðan Snerpa leggur til streymisþjóninn sem streymir frá vélunum frítt.

Tvær vefmyndavélar eru við Sundahöfn á Ísafirði, fjórar í Dýrafirði við Alviðru, Höfða og við smábátahöfnina á Þingeyri, tvær á Suðureyri við Klofning, við Dynjanda og á Hrafnseyri í Arnarfirði, við Varmadal í Önundarfirði, í Súðavík og við Óshólavita í Bolungavík.

Mynd frá vefmyndavélinni við Varmadal í Önundarfirði.

DEILA