Deiliskipulag unnið fyrir orlofsbyggðina á Flókalundi

Orlofsbyggðin á Flókalundi. Mynd: Verkvest.

Skipulags- og umhverfisráð  Vesturbyggðar hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi og beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja tillöguna. Gangi það eftir hefst formleg málsmeðferð samkvæmt skipulagslögum.

Ekki er í gildi formlegt deiliskipulag á svæðinu. Markmið stjórnar orlofsbyggðarinnar með deiliskipulagsgerðinni er að deiliskipuleggja núverandi byggð og gera tillögu um fjölgun um tvö orlofshús á svæðinu, ásamt því að gera ráð fyrir möguleika á stækkun núverandi þjónustu- og sundlaugarhúsa ásamt heimild fyrir byggingu fleirri þjónustuhúsa.

Innan skipulagssvæðissins eru alls fimmtán hús, þrettán þeirra eru orlofshús, eitt þjónustuhús fyrir sundlaug og loks þjónustuhús fyrir starfsemi orlofsbyggðarinnar.

Heildarstærð skipulagssvæðisins er 4.4 ha. Skipulagssvæðið er á þegar röskuðu landi og er í eigu ríkisins.

DEILA