Patreksfjörður: fimm umsækjendur um lóð við höfnina

Hafnarbakki 12 Patreksfirði.

Fimm umsóknir bárust um lóðina Hafnarbakka 12 á Patreksfirði. Um er að ræða 600m2 iðnaðar- og athafnalóð á hafnarsvæði Patrekshafnar, nýtingarhlutfall lóðar er 1. Lóðin er ætluð undir hafnsækna starfsemi. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hefðbundnum iðnaði, fiskverkun, fullvinnslu fiskafurða og annarri matvælaframleiðslu ásamt annarri þjónustu sem tengd er útgerð, fiskvinnslu, sölu og þjónustu og rekstri hafnar.

Umsóknirnar eru frá eftirtöldum aðilum:

Hlemmavideo ehf.
Oddur Þór Rúnarsson
Guðbjartur Gísli Egilsson
Eskiberg ehf.
Héðinn Hákonarson.

Hafna- og atvinnumálaráð hefur farið yfir umsóknirnar og metur þær sem svo að þær og áform allra umsækjenda um lóðina samræmist þeim skipulagsskilmálum sem tilgreindir eru í gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og leggur til að dregið verði um það á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fái lóðina úthlutaða.

Tveir nefndarmenn í hafna- og atvinnumálaráði, Einar Helgason og Jónína Helga Sigurðardóttir Berg, viku af fundi vegna vanhæfis.

DEILA