Takmörkum kyrrsetu – öll hreyfing skiptir máli.

þátttakendum Lífshlaupsins frá Lyfjastofnun sem kalla sig Labbakúta

Heilsu- og hvatningarátakið Lífshlaupið er nú hálfnað en það hófst 7. febrúar síðastliðinn og gengur vel.

 Nú þegar þetta frábæra heilsu- og hvatningarátak er rúmlega hálfnað má geta þess að skráðir eru 14.916 þátttakendur og 1.425 lið.  Skráðir eru 104.707 dagar í hreyfingu og 8.092.379 mínútur og breytast þessar tölur í sífellu. 

Ennþá er hægt að skrá sig til leiks en skemmtileg keppni er í gangi á mörgum vinnustöðum og skólum.  

Skráningarleikurinn er líka í fullum gangi. Í grunn- og framhaldsskólakeppninni fá heppnir þátttakendur glæsilega vinninga frá Mjólkursamsölunni.

Auðvelt er að taka þátt og skrá hreyfingu sína í Lífshlaupinu á heimasíðu ÍSÍ.

DEILA