Ísafjörður: byggingarleyfisgjöld felld niður á Fífutungu 4

Fífutunga. Mynd: Ísafjarðarbær.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að fella niður gatnagerðargjöld vegna lóðar við Fífutungu 4 á Ísafirði, samtals að fjárhæð kr. 6.777.391.

Fram kemur í minnisblaði að niðurfellingin er í samræmi við reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem ná til lóðarúthlutana fyrir lok síðasta árs. Hins vegar segir einnig í reglunum að miðað sé við að framkvæmdir séu hafnir fyrir lok ársins og þykir það vera óframkvæmanlegt í ljósi þess að lóðaúthlutunin fór fram skömmu fyrir áramótin að hægt væri að hafa allar teikningar tilbúnar og fá byggingarleyfi fyrir sama tíma. Bent er á að í lóðarúthlutunarreglum var fallið frá 6 mánaða tímafresti frá lóðarúthlutun til að skila inn teikningum þar sem tímaramminn þótti óraunhæfur.

DEILA