Stuðningur við vetraríþróttir

Halla Björk Reynisdóttir, formaður Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning á Akureyri

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Vetraríþróttamiðstöð Íslands um stuðning við miðstöðina í þágu heilsueflingar og mótun tillagna um störf hennar og framtíðarsýn.

Markmið samningsins og hlutverk miðstöðvarinnar er að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks, fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi.

Vetraríþróttamiðstöð Íslands var stofnuð á Akureyri árið 1995. Miðstöðin er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar

DEILA