Ísafjarðarbær: semur við ÍS 47 og greiðir 1 m.kr. í málskostnað

Aldan ÍS 47 við bryggju á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fallist á að semja við ÍS 47 ehf á Ísafirði í ágreiningsmáli milli fyrirtækisins og Ísafjarðarbæjar um lóðamörk við Hafnarbakka 5, á Flateyri. Felst samkomulagið í því að afmáð verður tiltekið skjal úr þinglýsingarbókum, skráning fasteignar leiðrétt, lóðarréttindi lóðarinnar við Oddaveg 3 verði tryggð og gerður verður samningur um leigu lóðarinnar Hafnarbakka 5, L141100, við Arctic Odda ehf. sem leigutaka.

Leggur bæjarráðið til við bæjarstjórn að að heimila niðurfellingu dómsmáls og greiða ÍS-47, 1 m.kr.- vegna
málskostnaðar sem var hluti af samkomulaginu.

Bæjarstjórnin tók svo málið fyrir á fundi sínum á þriðjudaginn og samþykkti einróma efnisatriði samkomulagsins.

DEILA