Kuklið fær styrk

Innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til tíu verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.

Alls bárust 18 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 371 m.kr. fyrir árið 2024.

 Fjórðungssamband Vesfirðinga hlýtur styrk að upphæð kr. 15.000.000 vegna verkefnisins Kuklið – frumkvöðlasetur matvæla. 

Breyta á og standsetja hluta gamals fiskvinnsluhúss sem Galdur Brugghús nýtir einnig.

Með Kuklinu verður boðið upp á matvælaframleiðslu með aðgengi að framleiðslurými og klasamyndun. Atvinnuástand á Hólmavík er afar slæmt m.a. eftir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs. Kuklið er í eigu einkaaðila.

DEILA