Háafell vill auka sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. 

Eldiskvíar Háafells í Ísafjarðardjúpi.

Háafell ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir 4.500 tonna aukningu á hámarkslífmassa af laxi og regnbogasilungi í sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. 

Þær meginbreytingar sem eru fyrirhugaðar á nýju umhverfismati frá því sem lauk á árinu 2020 eru eftirfarandi:

  • Auka umfang eldisins úr 6.800 tonna hámarks lífmassa upp í 11.300 tonn.
  • Fækka og breyta eldissvæðum.
  • Fjallað er um lokaðar sjókvíar sem valkost til að draga úr álagi vegna laxalúsar og við
    framleiðslu stórseiða.
    Við gerð umhverfisskýrslu verður byggt ofan á matsskýrslu Háafells frá árinu 2020, hún uppfærð m.t.t. nýrra gagna og krafna og fyrirhugaðra breytinga.

Markmið framkvæmdanna er að styrkja rekstur Háafells ehf., móðurfélagsins. Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og samfélagsins við Ísafjarðardjúp. Háafell hefur leyfi fyrir mörgum eldissvæðum í Ísafjarðardjúpi en samanlagt burðarþol þeirra er töluvert umfram þau 6.800 tonn sem félagið hefur leyfi fyrir í dag. Sömuleiðis eru skoðaðar nýjar leiðir, svo sem eldi í lokuðum kvíum sem valkostur. Heildar lífmassi sjókvíaeldis Háafells af laxi og/eða regnbogasilungi mun verða að hámarki 11.300 tonni.

Seiðin eru framleidd í seiðaeldisstöð félagsins á Nauteyri við Ísafjarðardjúp.
Gert er ráð fyrir að slátrun á árunum 2023 til 2025 fari fram í nýju sláturhúsi í Bolungarvík og verði síðan áfram þar eða í nýju sláturhúsi HG/Háafells á Ísafirði.

 

DEILA