400 þúsund með skráð lögheimili á Íslandi

Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru einstaklingar með skráð lögheimili á Íslandi orðnir 400 þúsund talsins. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðaskrá Íslands. Þar af eru 7.510 manns með lögheimili á Vestfjörðum. Fámennasta landssavæðið er Norðurland vestra með 7.478 manns. Á höfuðborgarsvæðinu eru 254.831 manns, sem er fjölmennasta landssvæðið. Næst því kemur Suðurland með 35.576 manns. Suðurnes er í þriðja sæti með 32. 648 íbúa og á Norðurlandi eystra eru 32.371 íbúi með lögheimili.

Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru íslenskir ríkisborgarar orðnir 374 þúsund talsins og þar af eru um 13% með skráð lögheimili erlendis. Íslenskir ríkisborgarar með skráða búsetu á Íslandi eru því um 324 þúsund talsins. Alls voru 75.412 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. febrúar sl.

DEILA