Andlát: Karl Sigurbjörnsson biskup

Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Mynd: RAX.

Karl Sigurbjörnsson, biskup, lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík, 77 ára að aldri.

Sr. Karl fæddist 5. febrúar 1947 í Reykjavík. Hann var sonur dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups og Magneu Þorkelsdóttur.

Sr. Karl var kjörinn biskup Íslands árið 1997 og tók við 1. janúar árið 1998 og gegndi því embætti í 14 ár. Hann þjónaði eftir það um tíma í Dómkirkjuprestakalli. Sr. Karl var skipaður heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Hann gegndi ýmsum trúnarðarstörfum fyrir Þjóðkirkjuna, sat í stjórn Prestafélags Íslands, var kirkjuþingsmaður og í kirkjuráði áður en hann var kjörinn biskup Íslands. Eftir hann liggja fjölmargar bækur og rit, frumsamin og þýdd.

Eftirlifandi eiginkona hans er frú Kristín Þórdís Guðjónsdóttir.

Karls er minnst á síðu Vestfjarðaprófastdæmis og þar segir að Karl Sigurbjörnsson hafi verið einn af betri predikurum, sem kirkjan hefur átt. Karl var einlægur trúmaður, hæfileikaríkur og vandvirkur.

DEILA