Á laugardaginn var fyrsti heimaleikur ársins Harðar í Grill deildinni í handbolta og var Fjölnir í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Staðan í hálfleik var 13:12 fyrir gestina og lokatölur urðu fjögurra marka sigur Fjölnis 27: 23.
Markhæstir heimamanna voru Tugberk Catkin með fimm mörk og Axel Sveinsson, Jose Neto og Kenya Kasahara hver þeirra með þrjú mörk.
Hörður er í 5. sæti deildarinnar eftir 12 leiki með 12 stig en Fjölnir lyfti sér upp í 3. sæti og er með 17 stig.
Leikurinn var vel sóttur og voru um 300 manns sem hvöttu Harðarmenn til dáða.

Eitt marka Harðar i uppsiglingu.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.