Skjár 1 í loftið

Sjónvarpsstöðin Skjár 1 hefur hafið útsendingar aftur og er um línulega dagskrá um að ræða sem dreift er um vefspilara hér: www.skjar1.is og er dagskráin opin og án endurgjalds.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni.

Í kynningu segir að Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð sem fyrst fór í loftið þann 16 október árið 1998.  Dagskrárstefna Skjás 1 er að sýna kvikmyndir með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar í línulegri útsendingu.

Stuttir dagskrárliðir á milli kvikmynda eru á dagskrá, en höfuðáhersla okkar eru kvikmyndir og sjónvarpsmyndir.

DEILA