Fossvogsbrúin : 15 sinnum dýrari pr lengdarmetra en Dýrafjarðargöngin

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, verkfræðingur og forstjóri Kerecis fer yfir fréttirsem að undanförnu hafa birst um ætlaðan kostnað við byggingu brúar yfir Fossvog. Samkvæmt þeim mun 270 metra löng brúin kosta 8,8 milljarða króna, sem jafngildir 32,5 milljónum á lengdarmetrann.

Guðmundur segir í færslu á Facebook að til samanburðar hafi lengdarmetrinn í Dýrafjarðargöngunum kostað 2,2 milljónir króna árið 2021, „en þau styttu Vestfjarðarveg um rúma 27 kílómetra, auk þess að sneitt var hjá hættulegum vetrarvegi yfir Hrafnseyrarheiði sem er að jafnaði ófær að vetrarlagi og án vetrarþjónustu. Lengdarmetrinn í Fossvogsbrúnni verður sem sagt fimmtán sinnum dýrari en lengdarmetrinn í göngunum.“

Hann bætir því við að til viðbótar hafi verið, samhliða gangnagerðinni sjálfri, lagður tæplega 9 kílómetra vegur sitt hvoru megin ganganna.

Almennt séu jarðgöng dýrari en brýr en svo sé ekki í þessu tilviki.

DEILA