Sjö sóttu um starf fiski­stofu­stjóra

Sjö sóttu um starf fiski­stofu­stjóra sem aug­lýst var 12. janú­ar síðastliðinn og mun mat­vælaráðherra skipa í embættið að und­an­gengnu mati hæfn­is­nefnd­ar, að þvi er seg­ir í t­il­kynn­ingu Matvælaráðuneytisins .

Þann 11. janú­ar var til­kynnt að Ögmund­ur H. Knúts­son hafði beðist lausn­ar frá stöf­um sem fiski­stofu­stjóri frá og með 15. janú­ar og að Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir, sviðstjóri veiðieft­ir­lits­sviðs myndi gegna starf­inu þar til ráðið yrði í starfið.

Eftirtalin sóttu um starf fiskistofustjóra:

  • Bergþór Bjarna­son, fjár­mála­stjóri
  • Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir, sviðstjóri
  • Erna Jóns­dótt­ir, sviðstjóri
  • Fann­ar Karvel, fram­kvæmda­stjóri
  • Gísli Gísla­son, svæðis­stjóri
  • Ólaf­ur Unn­ar Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri
  • Robert Thor­steins­son, viðskipta­fræðing­ur

Hæfn­is­nefnd skipa:

  • Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son, dós­ent í mannauðsstjórn­un við Há­skóla Íslands og formaður nefnd­ar­inn­ar.
  • Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir fyrr­um ráðuneyt­is­stjóri innviðaráðuneyt­is­ins og fleiri ráðuneyta.
  • Eyþór Björns­son, for­stjóri Norður­orku og fyrr­um fiski­stofu­stjóri.

Hæfn­is­nefnd starfar í sam­ræmi við lög um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins og hef­ur til hliðsjón­ar regl­ur um ráðgef­andi nefnd­ir sem meta hæfni um­sækj­enda um embætti við Stjórn­ar­ráð Íslands.

DEILA