Bolungarvíkurkaupstaður með húsnæðisáætlun

Bolungarvíkurkaupstaður hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024.

Samkvæmt miðspá um mannfjöldaþróun þá áætlar sveitarfélagið að mannfjöldi aukist um 48% næstu 10 árin. Frá árinu 2021 hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 60 manns sem er rúmlega 6% aukning.

This image has an empty alt attribute; its file name is Mannfjoldaspa-1.png

Samkvæmt húsnæðisáætluninni er áætlað að þörf verði fyrir um 18 íbúðir á ári, 88 íbúðir næstu 5 ár og 205 íbúðir á næstu 10 árum.

Til samanburðar þá hefur fullbúnum íbúðum fjölgað að meðaltali um 5 íbúðir á ári síðustu 5 ár.

Í talningu HMS var aðeins 1 íbúð í byggingu í september 2023 og einnig í mars talningunni sama ár. Fjöldi íbúða í byggingu er langt frá því að mæta áætlaðri íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins og veruleg þörf fyrir að fjölga íbúðum í byggingu.

Markmið sveitarfélagsins í lóðamálum er að halda áfram að þróa fyrirliggjandi lóðakosti í sveitarfélaginu og bjóða uppá fjölbreyttar lóðir fyrir allar tegundir fasteigna. Bolungarvíkurkaupstaður hefur nú skipulagt lóðir fyrir 157 íbúðir sem stefnt er að gera byggingarhæfar og úthluta á næstu 4 árum svo lóðaframboð mæti vel áætlaðri íbúðaþörf.

DEILA