Grunnskóli í 25 ár: starfsfólki fjölgar en kennurum fækkar hlutfallslega

Út er komin skýrsla HLH ráðgjafar sem unnin var fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið um þróun rekstrar grunnskóla frá því að þeir færðust frá ríki til sveitarfélaga frá 1996 fram til ársins 2022. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að efnið verði nýtt m.a. til hagnýtingar við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, menntastefnu til ársins 2030 og aðgerða í byggðaáætlun er lúta að menntun og fræðslu.

Fram kemur að nemendum hafi fjölgað um 11% á tímabilinu og voru í október 2022 samtals 47.115, en stöðugildum starfsfólks í grunnskólum fjölgaði um rúmlega 69% á árunum 1998-2022 og voru 8.361 í lok tímabilsins.

Fjölgunin var mjög misjöfn eftir störfum innan skólans.

Stöðugildum stjórnenda fjölgaði um 108% á tímabilinu.

Stöðugildum ófaglærðra sem sinna stuðningi hefur fjölgað mest eða um 518%.

Stöðugildum faglærðra sem sinna stuðningi hefur fjölgað um 478%.

Stöðugildum þeirra sem sinna kennslu hefur á sama tíma fjölgað um 49%

Hlutfall starfa sem sinna kennslu hefur dregist saman á tímabilinu 1998-2022.

Nemendum á hvert stöðugildi stjórnenda hefur fækkað úr rúmlega 133 árið 1998 í rúmlega 71 árið 2022 eða um 87%.

Um 13 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara árið 1998 en tæplega 10 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara árið 2022.

Raunaukning meðalgjalda á hvern nemanda er 130% frá árinu 1998 til 2022. Gjöldin fara úr því að vera 1,1 m.kr. árið 1998 í 2,4 m.kr. árið 2022 að jafnaði á hvern nemanda.

DEILA